Fara í efni
Fréttir

Ekki kennt í Glerárskóla fyrr en eftir helgi

Slökkviliðsmenn við reykræstingu í Glerárskóla í gærkvöldi. Mynd af Facebook síðu Slökkviliðsins á A…
Slökkviliðsmenn við reykræstingu í Glerárskóla í gærkvöldi. Mynd af Facebook síðu Slökkviliðsins á Akureyri.

Kennsla fellur niður í Glerárskóla á morgun, föstudag. Vegna eldsvoða í gærkvöldi lagði reyk um hluta skólans, rafmagn fór af öllu Glerárhverfi og víðar í bænum, og enn var hluti skólans rafmagnslaus síðdegis. Ljóst er að ekki verður lokið við að þrífa húsið fyrr en um helgina, í fyrsta lagi. 

„Sem betur fer náði eldurinn ekki inn í kennsluálmurnar en geymslugangur í kjallara varð illa úti ásamt tveimur útigeymslum auk þess sem tengigangur á jarðhæð var undirlagður af reyk og nokkru sóti. Útihurðir við B-álmu og í kjallara eyðulögðust líka,“ segir í tilkynningu til foreldra á Facebook síðu skólans. „Við vonum aftur á móti svo sannarlega að hægt verði að fara af stað með fullt skólastarf komandi mánudag en nánari fréttir verða sendar til ykkar á morgun,“ segir þar.

Eldur í Glerárskóla, rafmagn af Þorpinu

Eldurinn vegna fikts með flugelda

Enn rafmagnslaust í hluta Glerárskóla

Skammhlaup olli rafmagnsleysinu