Fara í efni
Fréttir

Ekkert kórónuveirusmit á Norðurlandi eystra

Snjókarlinn í miðbænum brosti breitt um helgina og mannfólkið er án efa ánægt með stöðuna í landshlu…
Snjókarlinn í miðbænum brosti breitt um helgina og mannfólkið er án efa ánægt með stöðuna í landshlutanum. Ljósmynd: Jón Óskar Ísleifsson.

Ekkert kórónuveirusmit greindist á Norðurlandi eystra um helgina, enginn er í einangrun í landshlutanum og enginn heldur í sóttkví.

Sjö greindust með veiruna innanlands í gær, af þeim voru fimm í sóttkví. Alls eru 29 á sjúkrahúsi hérlendis, þar af þrír á gjörgæslu. Fjórir greindust smitaðir á landamærum.