Fara í efni
Mannlíf

Eitt hús af fyrstu fjórum í Fjörunni stendur enn

Árið 1857, fimm árum áður en Akureyrarkaupstaður varð til, tók til starfa bygginganefnd í bænum. Hana skipuðu þeir Eggert Briem sýslumaður, sem lögum samkvæmt átti að eiga sæti í nefndinni, Sigurður Sigurðsson, Jóhann G. Havsteen, Björn Jónsson og Edvard Eilert Möller. Jóhann og Björn voru kosnir af bæjarbúum en Möller og Sigurður voru útnefndir af amtmanni. Eins og lesendur þessa skrifa kunna að hafa tekið eftir, eru fundargerðir þeirrar nefndar ein af meginheimildum um uppruna húsa á Akureyri. Fyrsti fundur bygginganefndar Akureyrar var haldinn þann 29. maí 1857 og fyrsta verk þeirrar nefndar var að samþykkja byggingu fjögurra húsa, sunnarlega í Fjörunni. Af þeim stendur aðeins eitt hús enn og er það Aðalstræti 74, sem Arnór Bliki Hallmundsson fjallar um í pistli í dag.

Pistill Arnórs Blika: Aðalstræti 74