Fara í efni
Mannlíf

Eitt af elstu húsum Eyjafjarðarsveitar

„Áður en sá sem þetta ritar hafði vitneskju af jörðinni Stóra-Eyrarlandi, sem drjúgur hluti þéttbýlis Akureyrar sunnan Glerár er byggður úr, þótti honum heitin Eyrarlandsvegur, Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum og Eyrarlandsholt, þar sem Verkmenntaskólinn stendur, dálítið sérstök á þessum slóðum.“

Þannig hefst nýjasti pistill Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús dagsins. Hann heldur áfram: „Hvers vegna voru svona margir staðir á þessu svæði kenndir við bæ hinu megin í firðinum? Því þá þekkti greinarhöfundur aðeins Eyrarland í Öngulsstaðahreppi. Það Eyrarland var löngum kallað Litla-Eyrarland, til aðgreiningar frá téðu Stóra-Eyrarlandi og þarf því ekki að velkjast í vafa um hvor jörðin var stærri eða meiri. Eina byggingin sem enn stendur af Stóra-Eyrarlandi er eitt af elstu húsum Akureyrar, 180 ára gömul timburstofa, en á Eyrarlandi handan Pollsins stendur einnig gamalt íbúðarhús. Það er þó miklu mun yngra en Eyrarlandsstofa en þó frá aldamótum 1900 og þannig eitt af elstu húsum Eyjafjarðarsveitar. Og þar ber okkur niður að þessu sinni.“

Pistill Arnórs Blika: Eyrarland, gamla íbúðarhúsið