Fara í efni
Mannlíf

Eiríkur, Arsenal og óskirnar tvær

Laugardagskvöldið 4. apríl 1987 hélt ég upp á tveggja ára fermingarafmæli mitt með því að skella mér á dansiball í Íþróttaskemmunni á Akureyri. Gott ef þetta er ekki í fyrsta skipti sem það mergjaða mannvirki kemur við sögu í þessum pistlum. Löngu kominn tími til. Maður tengir Skemmuna auðvitað fyrst og síðast við handboltaleiki í eldgamla daga, þar sem návígið var svo mikið að vart mátti milli sjá hvor fylking, keppendur eða áhorfendur, voru sveittari þegar lokaflautið gall.

Í Orrablóti dagsins heldur Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, áfram að rifja upp æskuárin á Akureyri. Þrátt fyrir þessa skemmtilegu byrjun fjallar blótið að þessu sinni hvorki um dans né handbolta. Það sem hæst bar umrædda helgi var úrslitaleikur ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu þar sem Arsenal, lið Orra Páls, atti kappi við Liverpool.

Á ballinu hitti okkar maður annan grjótharðan Arsenal-mann, Eirík S. Jóhannsson „sem síðar átti eftir að verða atkvæðamikill í atvinnulífi þessarar þjóðar, bæði sem forstjóri og stjórnarformaður hinna ýmsu fyrirtækja og félaga.“ Eiríkur henti fram tveimur langsóttum óskum, segir í Orrablótinu, báðar rættust og Orri kveðst ekki undrast vegtyllur manns með slíkt innsæi!

Pistlar Orra Páls birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag.

Orrablót dagins: Og Ian Rush verður að skora!