Fara í efni
Menning

Einstaklega vel framreiddir tónleikar

Frá afmælistónleikunum í gær. Stjórnandinn er Valmar Väljaots, Benedikt Sigurðarson, formaður kórsins lengst til hægri. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Karlakór Akureyrar - Geysir hélt afmælistónleika í Hofi í gær, laugardag, í tilefni 100 ára samfellds karlakórastarfs á Akureyri.

„Eitthvað geysilegt var að gerast hér í sönglífi Akureyrar um þessa helgi,“ skrifar Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld í pistli sem birtist á Akureyri.net í morgun í tilefni tónleikanna. Þar lætur hann hugann reika, en Jón Hlöðver ólst upp á Akureyri „í anda tveggja andstæðra akureyrskra stórvelda karlakóra. Í París hefði trúlega Karlakór Akureyrar verið á vinstri Signubökkum og hinn á þeim hægri og lítill sem engin samgangur á milli. Nærtækari skýring væri að bera þá saman við KA og Þór. Ég hélt mig með pabba Áskeli Jónssyni á „vinstri bakkanum“, fylgdi honum dyggur sonur stjórnanda Karlakórs Akureyrar,“ segir Jón Hlöðver.

Birgir Guðmundsson, einn kórfélaga, var kynnir á tónleikunum í gær.

„Karlakór Akureyrar – Geysir hélt upp á eitt hundrað ára starfsafmæli annarrar grunnstoðarinnar í þeim merka karlakór, þ.e. Karlakórsins Geysis, en Geysir var stofnaður á haustmánuðum 1922. Afmælisins var minnst með veglegum tónleikum þessara sameinuðu kóra, sem voru í alla staði einstaklega vel framreiddir og náðu oft að koma mínu notaleika „endorfíni“ til að blása í hjartaglæður mínar.

Smellið hér til að lesa pistil Jóns Hlöðvers