Mannlíf
Einna lærdómsríkast að ferðast um Ísland
27.09.2025 kl. 06:00

Íslendingar eru svo sem vænstu grey upp til hópa en eiga það til að vera óþolandi í umgengni. Sjálfur sækist ég alla jafna ekki eftir samneyti við þá erlendis og varast að bóka hótel eða vera í þéttbýliskjarna þar sem maður á meiri hættu á að rekast á landa sinn en á gangi niður Laugaveginn.
Þannig hefst nýr pistill Stefáns Þór Sæmundssonar, sá tíundi í röðinni Þessi þjóð, sem Akureyri.net birtir í dag.
Stefán heldur áfram:
Hins vegar er ekki sama hvar maður ber niður á landinu, mannlífið virðist afar mismunandi og kannski var eitthvað til í flokkun Eggerts og Bjarna í gamla daga á lyndiseinkunn eftir landshlutum.
Pistill Stefáns: Framhleypnir og digurmæltir