Menning
Ein með öllu, öll í einu og allt í góðu
28.07.2025 kl. 11:30

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Nú teljum við niður í Eina með öllu um Verslunarmannahelgi, en dagskráin hefst á föstudaginn kemur.
Tónleikar
- Sparitónleikar Einnar með öllu – Sunnudaginn 3. ágúst á Akureyrarvelli. Byrja kl. 19.30. Fram koma: Herra Hnetusmjör, Aron Can, Friðrik Dór, Saint Pete, Kristmundur Axel, Skandall, Tinna Óðins, Rúnar Eff og Ágúst Þór. Frítt inn og öll velkomin.
- Óskalagatónleikar Óskars, Ívars og Eyþórs – Akureyrarkirkja, föstudaginn 1. ágúst kl. 20.00.
- Emmsjé Gauti - útitónleikar á Múlabergi – Laugardaginn 2. ágúst kl. 17.00. Frítt inn.
- Stebbi Jak á Græna hattinum – Fimmtudaginn 31. júlí kl 21.
- Classic rock með Magna og Matta – Græni hatturinn, föstudaginn 1. ágúst kl. 21.
- Hr. Eydís og Hera Björk 80's partý – Græni hatturinn, laugardaginn 2. ágúst kl. 21
- Öll í einu – tónleikaveisla um versló á Akureyri. Fram koma Friðrik Dór, Emmsjé Gauti, Birnir, GDRN, Páll Óskar og Á móti sól. Tónleikarnir eru ekki hluta af Einni með öllu. Miðasala á tix.is. Akureyrarvöllur, laugardaginn 2. ágúst kl. 18.30.
- Tónleikar í Hríseyjarkirkju – Óskar Magnússon gítarleikari og Ragnhildur D. Þórhallsdóttir sópran flytja ljúfa tóna frá ýmsum löndum. Laugardaginn 2. ágúst kl 16.00.
Gleymum ekki hornsteini akureyrskrar tónlistarmenningar, þó að stórstjörnum rigni í bæinn í tilefni Einnar með öllu. Græni hatturinn er á sínum stað með flotta viðburði yfir versló. Myndir: graenihatturinn.is
Listasýningar
- Samsýning norðlenskra listamanna - Mitt rými. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 14. september.
- KIMAREK: Innsetning í tilefni fjörutíu ára starfsferils Margrétar Jónsdóttur. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 28. september.
- Ný heildarsýning í Sigurhæðum og verk Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns. Ath - leiðsögn um sýningarnar á laugardögum á milli 13 - 13.30.
- Línumál - myndlistasýning Vikars Mars í Hofi. Hamragil í Hofi. Sýningin stendur til 23. ágúst.
- TÍMI - RÝMI - EFNI – Sýning Þóru Sigurðardóttur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- SAMLÍFI – Sýning Heimis Hlöðverssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- Safnasafnið – Fjöldi nýrra sýninga.
Aðrir viðburðir
- Sumarkjóla og freyðivínshlaupið – 2.2 km hringur í Kjarnaskógi. Fimmtudaginn 31. júlí kl. 17.00.
- Ljóð í hljóði – feðgarnir Þórarinn og Halldór Eldjárn á Minjasafninu á Akureyri. Fimmtudaginn 31. júlí kl. 20-21.
- Skógardagur Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi – Á Birkivelli í Kjarna frá kl. 13, sunnudaginn 3. ágúst.
- Hrói Höttur - Leikhópurinn Lotta – Laugardaginn 2. ágúst kl. 12-13.
- Mömmur og möffins 15 ára – góðgerðarviðburður í miðbænum. Muffinssala til styrktar fæðingardeildinni á SAk. Laugaradginn 2. ágúst frá 14-17.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.