Fara í efni
Fréttir

Búið að „gustloka“ nýja Nökkvahúsinu

Athafnasvæði Siglingaklúbbsins Nökkva í gær. Ljósmynd: Pedromyndir.
Athafnasvæði Siglingaklúbbsins Nökkva í gær. Ljósmynd: Pedromyndir.

Framkvæmdir hafa gengið mjög vel við hið nýja hús Siglingaklúbbsins Nökkva á svæði hans við Höepfnersbryggju, þrátt fyrir að veðrið hafi ekki alltaf leikið við smiðina síðan þeir hófust handa við að reisa húsið í byrjun mánaðarins. Síðasta einingin fór upp fyrir helgi og nú er búið að gustloka húsinu – eins og byggingaverktakinn, Sigurgeir Svavarsson, orðar það. Hiti er kominn í húsið og nokkrir gluggar verða komnir á sinn stað fyrir jól.

Ljósmynd: Pedromyndir.