Fara í efni
Fréttir

Brúin yfir Jökulsá verður opin yfir daginn

Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum. Mynd af Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum. Mynd af Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Akureyringar og aðrir ferðamenn athugið: Ákveðið hefur verið að opna aftur þjóðveg 1 um Mývatns- og Möðrudalsöræfi sem lokað var í gær. Þetta var tilkynnt á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra laust fyrir klukkan 10. Þar segir að takmarkanir verða með sama hætti og sl. viku; að opið verði og gæsla höfð á svæðinu við Jökulsárbrú frá klukkan níu að morgni til klukkan sex síðdegis, en alveg lokað utan þess tíma. Ákvörðun þessi gildir til næsta föstudags, 5. febrúar.