Fara í efni
Mannlíf

Bleikur er litur dagsins á Akureyri

Fallegur runni og táknrænn, við Helgamagrastræti á Akureyri í dag. Ljósmynd: Ásgrímur Örn Hallgrímsson.

Haustlitir eru ráðandi á Akureyri og víðar eins og vera ber. Þessi fallegi runni við Helgamagrastræti bauð í dag upp á óvenjulega fegurð og táknræna; október er jafnan bleikur, þegar árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, stendur yfir.

Vert er að minna á að í kvöld, sunnudagskvöld, verður Bleik messa í Akureyrarkirkju í umsjá séra Stefaníu G. Steinsdóttur. Bernharð Arnarson og Hólmar Erlu Svansson flytja hugvekju og Anna Skagfjörð, Elvý G. Hreinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson sjá um tónlistina. Messan hefst klukkan 20.00.

Safnað verður til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar. Reikningsnúmer: 302 - 13 - 301557, kennitala 520281 - 0109.