Fara í efni
Fréttir

Bjóðast til að sækja jólatré heim til fólks

Bjóðast til að sækja jólatré heim til fólks

Knattspyrnudeild Þórs og nemendur 10. bekkja Brekkuskóla og Lundarskóla bjóðast til þess að sækja jólatré heim til fólks, og koma þeim í endurvinnslu, gegn vægu gjaldi. Þrettándinn, síðasti dagur jóla, er í dag og margir eflaust farnir að huga að því að losna við tréð. Starfsmenn bæjarins sækja ekki tré að þessu sinni og er fólk því beðið um að koma þeim sjálft á gámastöðvar.

  • Skilaboð frá Þórsurum: Knattspyrnudeild Þórs tekur að sér að sækja jólatré og farga, fyrir 1.500 krónur. Fólk er beðið að leggja inn á reikning 566 – 26 – 1516, kennitala 670991 - 2109. Skiljið eftir heimilisfang í athugasemdum við þessa færslu. Strákarnir koma svo og taka trén miðvikudaginn 6. jan og fimmtudaginn 7. jan., segir á Facebook síðunni Ég er Þórsari.
  • Börn í 10. bekk Lundarskóla bjóðast líka til að sækja tré heim til fólks: Þau verða á ferðinni á milli klukkan 15 og 21 í dag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag og fjarlæga tré sem sett hafa verið út í garð. „Við biðjum alla um að panta fyrir klukkan 15:00 fimmtudaginn 7. janúar. Þjónustan kostar heilar 1500 kr. og biðjum við alla að greiða inn á reikning 10. bekkjar: 0162-05-260256, kt. 6212090430. Fyrirfram þakkir fyrir stuðninginn,“ segir í skilaboðum frá krökkunum.
  • Börn 10. bekkjar í Brekkuskóla segja: „Þetta fer þannig fram að þið pantið þjónustuna með tölvupósti á hdm@akmennt.is (Hanna Dóra), greiðið 1500 kr. inn á reikning 10. bekkinga (0162-26-105868. Kt. 410498-2009) og við komum heim til ykkar og hirðum tréð úr garðinum eftir kl. 16.00 fimmtudaginn 7. janúar. Það er líka hægt að fá þjónustuna á föstudag en þá þarf að taka það sérstaklega fram í tölvupóstinum að sækja eigi tréð á föstudag.“