Fara í efni
Fréttir

Bjarni hættir – starf forstjóra SAk auglýst

Bjarni hættir – starf forstjóra SAk auglýst

Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri síðustu átta ár, tilkynnti nýverið að hann hygðist láta af störfum og nú hefur forstjórastarfið verið auglýst laust til umsóknar. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. september á þessu ári.

„Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem veitir sérfræðiþjónustu í helstu greinum læknisfræði og hjúkrunarfræði og almenna sjúkrahúsþjónustu í sínu umdæmi,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag. „Þá annast sjúkrahúsið starfsnám í heilbrigðisvísindagreinum og starfar í nánum tengslum við skóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Sjúkrahúsið á Akureyri er annað stærsta sjúkrahús landsins, varasjúkrahús Landspítala og er með alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni. Að jafnaði eru tæplega 700 manns starfandi á SAk.“

Nánari upplýsingar um starfið eru hér