Fara í efni
Fréttir

Bílabruninn: Einn 17 ára í gæsluvarðhaldi

Mynd af vef RÚV: Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir

Sautján ára unglingur er í gæsluvarðhaldi í kjölfar bílabruna á Akureyri aðfararnótt síðasta föstudags. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Þrír bílar er ónýtir eftir bruna við Kjarnagötu áðurnefnda nótt og nokkrum klukkustundum síðar brann bíll við nálæga götu, Pílutún. Grunur kviknaði strax um að kveikt hefði verið í bílunum og voru fimm handtekin strax á föstudag.

Tveimur var sleppt fljótlega eftir handtöku og aðrir tveir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Fjórir hafa stöðu sakbornings í málinu að sögn RÚV. 

Smellið hér til að sjá frétt RÚV

Frétt Akureyri.net um á föstudaginn: Fimm handtekin vegna bílabruna