Fara í efni
Íþróttir

Baldvin Þór bætti eigið Íslandsmet

Baldvin Þór Magnússon. Mynd: Facebook síða FRÍ

Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar bætti sitt eigið Íslandsmet í 10 km götuhlaupi þegar hann hljóp á 28:37 mínútum um helgina í Rúmeníu. Eldra met hans frá 2023, var 28:51 mínútur.

Baldvin hefur verið öflugur það sem af er ári, en þetta er fjórða Íslandsmetið sem hann nær frá áramótum.

Baldvin á níu Íslandsmet

Baldvin Þór á Íslandsmet í fimm greinum utanhúss:

  • 1500 m – 3:39,90 mín – sett í júlí 2024
  • 3000 m – 7:49,68 mín – sett í júlí 2023
  • 5000 m – 13:20,34 mín – sett í apríl 2024
  • 5 km götuhlaup – 13:42,00 mín – sett í mars 2024
  • 10 km götuhlaup – 28:37,00 mín – sett í október 2025

Fjögur Íslandsmet innanhúss:

  • 1500 m – 3:41,05 - 4. febrúar 2024
  • 1 míla – 3:59,60 - 14. janúar 2023
  • 3000 m – 7:39,94 - 9. febrúar 2025
  • 5000 m – 13:58,24 - 24. febrúar 2023