Fara í efni
Fréttir

Bærinn skorar á fólk að snyrta gróður

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar og forstöðumaður umhverfismála skora á lóðarhafa og umráðendur lóða að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðarmörk að götum, gangstéttum og stígum og þar sem hann veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, umferð ökutækja og skyggir á umferðarskilti og götumerkingar.

Þetta kemur fram á vef Akureyrar, þar sem vísað er í byggingarreglugerð. Samkvæmt henni skal hæð undir gróður við gangstéttar ekki vera minni en 2,8 metrar og við akbraut 4,50 metrar.