Fara í efni
Fréttir

Bæjarstjórn fordæmir innrásina í Úkraínu

Úkraínski fáninn var dreginn að húni við Ráðhús Akureyrarbæjar fyrr í dag.
Úkraínski fáninn var dreginn að húni við Ráðhús Akureyrarbæjar fyrr í dag.

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti dag bókun þar sem innrás Rússa í Úkraínu er harðlega fordæmd og lýsir sig um leið reiðubúna til móttöku á flóttafólki frá Úkraínu. Bókun bæjarstjórnar er svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og lýsir sig jafnframt reiðubúna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Bæjarstjórn tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.

Yfirlýsing Evrópusamtaka sveitarfélaga