Fara í efni
Fréttir

Báðir bátarnir sem sukku komnir á þurrt

Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson

Bátarnir tveir sem sukku við bryggju í smábátahöfninni í Sandgerðisbót í gærkvöldi eða nótt náðust upp í kvöld. Þeir eru komnir á þurrt.

Starfsmenn Akureyrarhafnar, Erlendur Guðmundsson kafari og fleiri sinntu þessu verkefni í allan dag og luku því snemma í kvöld. Þorgeir Baldursson var á ferðinni með myndavélina.