Fara í efni
Fréttir

Aurskriða rauf skarð í veginn á Glerárdal

akureyri.net

Aurskriða hefur stórskemmt veginn upp að nýjustu stíflunni í Glerá, stíflu sem gerð var vegna Glerárvirkjunar II sem tekin var í notkun árið 2018. Svæðið er mjög vinsælt meðal útivistarfólks, margir sem hjóla og hlaupa um svæðið. Rétt er að vara fólk við aðstæðum.

Rignt hefur linnulítið á Akureyri síðan snemma í gærmorgun. Veðrið hefur verið leiðinlegt en ekki er vitað til þess að nokkrar skemmdir hafi orðið í bænum sjálfum.