Fara í efni
Menning

Atli Örvarsson fékk BAFTA-verðlaunin

Atli Örvarsson með BAFTA-verðlaunin í Englandi í kvöld.

Akureyringurinn Atli Örvarsson kvikmyndatónskáld hlaut í kvöld bresku BAFTA verðlaunin fyrir frumsamda tónlist við leikið efni. Þar ræðir um tónlist í þáttaröðinni Silo sem sýnd er á Apple TV.

BAFTA eru bresku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, stundum kölluð bresku Óskarsverðlaunin. 

„Þetta er mikill heiður og mín fyrsta BAFTA tilnefning,“ sagði Atli í samtali við Akureyri.net eftir að hann var tilnefndur í mars. „Ég færði mig um set til London fyrir einu og hálfu ári síðan til að vinna við þessa seríu og því er sérstaklega ánægjulegt að uppskera þessa viðurkenningu.“