Fara í efni
Íþróttir

Aron Einar semur til tveggja ára í Katar

Aron Einar með tveimur forráðamönnum Al-Arabi. Félagið birti myndina á Instagram í dag.

Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur gert nýjan samning við Al-Arabi í Katar, félagið sem hann hefur leikið með síðan 2019. Aron er nú samningsbundinn félaginu næstu tvö ár. Al-Arabi sagði frá tíðindinum á samfélagsmiðlum í dag.