Fara í efni
Mannlíf

Árleg sumarsæla „norður“ á Ströndum

Það leið ekkert sumar öðruvísi en svo að ekið væri norður á Strandir, eins og það var jafnan kallað, enda þótt þær ættu að heita vestanmegin á landinu.

Þannig hefst 93. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

En norður var keyrt, eftir einbreiðum malarstígum, sem voru svo krókóttir inn með fjörðum og víkum að farþegar máttu hafa sig alla við svo þeir hrykkju ekki af bríkinni í aftursætinu. Gott ef mamma átti ekki líka í stökustu vandræðum með að reykja í framsætinu, svo erfiðlega sem rettan rataði á vör.

Pistill Sigmundar í dag: Strandir