Fréttir
Árleg fjölskylduferð FFA í fuglaskoðun
20.05.2025 kl. 08:00

Mynd: Ferðafélag Akureyrar
Árleg barna- og fjölskylduferð Ferðafélags Akureyrar í fuglaskoðun verður farin á á morgun, miðvikudaginn 21. maí kl 17.00. Fararstjórar eru Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen, en þeir tala ekki vitleysuna þegar kemur að fiðruðum félögum okkar. Nú er allt að ske í lífi fuglanna, tilhugalíf og framleiðsla á ungviði stendur sem hæst, þannig að það verður nóg að sjá og skoða.
Ferðafélagið hvetur gesti fuglaskoðunarinnar til þess að taka með sér sjónauka og skriffæri, en það getur verið gaman að skrá niður þær tegundir sem sjást. Ferðin er ókeypis og fyrir alla, en farið verður á einkabílum frá skrifstofu FFA við Strandgötu 23 kl 17.00.
Hér má skoða viðburðinn, og skrá sig á heimasíðu Ferðafélagsins.