Fara í efni
Menning

Ari Eldjárn, Óhefluð jól, JólaSúlur, Jólatorg

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Nú fer að draga nær jólum, en fjórði í aðventu er um helgina, og nóg af jólapeppi á dagskrá í vikunni!

Leiksýningar

  • Jólaglögg – Glæný grínsýning um jólin og allt ruglið sem þeim fylgir, frá norðlenska atvinnuleikhópnum Umskiptingum. Síðustu sýningar í Samkomuhúsinu miðvikudagskvöldið 17. des og fimmtudagskvöldið 18. des, kl. 20.00.
  • Jóla-Lóla – Fjölskyldusýning Leikfélags Akureyrar. Sýnd í Samkomuhúsinu laugardag 20. desember og sunnudag 21. desember kl. 13 og 15.
  • Jólakötturinn – Jólaævintýri í Freyvangsleikhúsinu. Sýnt laugardaginn 20. des kl. 13.00.

Fjölbreyttir tónleikar verða í boði.

Tónleikar

Viðburðir

  • Ari Eldjárn: Áramótaskop 2025 - Hamraborg í Hofi, laugardagskvöldið 20. desember kl. 18:00 og 21:00.
  • Jólatorgið opið á Ráðhústorgi
    • Dagskrá laugardaginn 20. des:
      Kl. 15.00-18.00: Söluaðilar eru með jólalegan varning í skreyttum jólahúsum.
      Kl. 16.00: Jólasveinarnir heimsækja Jólatorgið.
      Kl. 17.00: Bjarni og Helga flytja jólalög
       
    • Dagskrá sunnudaginn 21. desember:
      Kl. 15.00-18.00: Söluaðilar eru með jólalegan varning í skreyttum jólahúsum.
      Kl. 16.00: Jólasveinarnir heimsækja Jólatorgið.
      Kl. 17.00: Bjarni og Helga flytja jólalög
  • Jólastuð í Lystigarðinum - JólaStuð í Lystigarðinum er fjölskylduvænn og hátíðlegur viðburður með jólabasar, tónleikum með Páli Óskari og skemmtilegum heimsóknum. Þriðjudaginn 16. des kl. 16.00-20.00.
  • Jólasamvera fyrir fjölskyldur á Amtinu. Piparkökumálun og horft á Grinch. Fimmtudaginn 18. des kl 16:30-18.

Listasýningar


Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.