Mannlíf
Alvarlegt að aftengja tækni og þekkingu
12.01.2026 kl. 10:00
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar í nýjum pistli um aukið aðgengi að upplýsingum, tilkomu öflugra leitarvéla og upplýsingamiðla og nú síðast gervigreindar og hvernig það leiðir til mikillar breytingar á því hvernig fólk notar læknisfræðilegar upplýsingar og tækni. „Breytingin er í raun byltingarkennd og felst í því að reynt er að nota flóknar upplýsingar eða tækni án læknisfræðilegrar túlkunar eða mats. Án þekkingarinnar.“
Ólafi þykir breytingin miður góð. „Vonandi verða fleiri til að fjalla um þetta og fræða svo fólk skilji hve alvarlegar afleiðingar geta orðið af því að aftengja tækni og þekkingu,“ segir hann.
Pistill Ólafs Þórs: Þekking