Fara í efni
Fréttir

Alexander er fyrsti íslenski formaður NFOG

Alexander Smárason, yfirlæknir fæðinga- og kvensjúkdómalækninga Sjúkrahússins á Akureyri og prófessor við heilbrigðisvísindastofnun HA, hefur verið kjörinn forseti NFOG, samtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna á Norðurlöndunum. Hann er þar með fyrsti Íslendingurinn sem gegnir þeirri stöðu.

Alexander hefur starfað lengi innan samtakanna. Hann var í sex ár einn af ritstjórum fagtímarits sambandsins (Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica) og í stjórn NFOG í tíu ár, fyrst sem formaður vísindanefndar sambandsins og síðan sem formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.

Í frétt SAk um kjörið segir að aðalmarkmið félagsins sé að vinna að öflugu vísindastarfi og efla samstarf milli fæðinga- og kvensjúkdómalækna á norrænum sjúkrahúsum. Samtökin eru mjög virk og halda ráðstefnur reglulega.

Fyrsti íslenski forseti samtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna á Norðurlöndunum | Sjúkrahúsið á Akureyri (island.is)