Fara í efni
Íþróttir

Aldís nálægt sínu besta – ólíklega áfram

Aldís Kara og þjálfari hennar, Darja Zajcenko eftir að Aldís skautaði í morgun. Skjáskot af youtube rás Alþjóða skautasambandsins.

Aldís Kara Bergsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar var nálægt sínu besta, þegar hún keppti í skylduæfingum á Evrópumótinu í listhlaupi á skautum í Tallinn í morgun. Hún fékk einkunnina 42.23 en besti árangur hennar er 45.45 – á Finlandia Trophy í haust þar sem hún náði lágmarkinu í skylduæfingum fyrir EM.

Aldís byrjaði af öryggi, framkvæmdi tvöfaldan axel stökk mjög vel en datt í því næsta, triple toe, eins og þulurinn á youtube rás Alþjóða skautasambandsins kallaði það. Eftir það skautaði hún af öryggi, en þulurinn taldi ólíklegt að Aldís Kara kæmist áfram í frjálsu æfingarnar á laugardaginn. Í dag keppa 36 stúlkur og þær 24 stigahæstu öðlast rétt til að keppa á laugardag.