Mannlíf
Akureyrarvaka - Opið fyrir almenna þátttöku
11.08.2025 kl. 12:00

Frá stórtónleikum sem fram fóru á Ráðhústorgi á Akureyrari í fyrrasumar. Mynd: Hilmar Friðjónsson
Akureyrarbær hvetur einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í bæjarhátíðinni Akureyrarvöku, sem fram fer 29.-30. ágúst nk. Öllum er frjálst að leggja sitt af mörkum til að skapa líflega og einstaka stemningu í bænum, segir í frétt á vef Akureyrarbæjar.
Akureyrarvaka er árleg hátíð sem haldin er í tengslum við afmæli Akureyrarbæjar. Undirbúningurinn stendur nú sem hæst og til að hægt verði að koma viðburðum að í prentaðri dagskrá þurfa skráningar að berast fyrir 15. ágúst. Þau sem vilja taka þátt í hátíðinni og bjóða upp á viðburði þurfa að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is.