Fara í efni
Mannlíf

Akureyrarvaka fór fallega fram – MYNDIR

Mjög fjölmennt var í Listagilinu á stórtónleikunum á laugardagskvöldið og afbragðs stemning. Mynd: Hilmar Friðjónsson

Akureyrarvaka, hin árlega bæjarhátíð höfuðstaðar Norðurlands, fór fram um helgina. Hún er jafnan haldin sem næst afmælisdegi bæjarins, 29. ágúst, svo vel vildi til í ár að hann bar upp á föstudag þannig að hátíð fór fram á afmælisdeginum sjálfum og á laugardaginn.

Dagskráin hófst með því að Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar dró fána Akureyrarvökunnar að húni efst í Listagilinu á föstudagsmorgun ásamt börnum af leikskólunum Tröllaborg og Krógabóli. Um kvöldið var svo formleg setningarhátíð, Rökkurró, í Lystigarðinum og heilmikið var um að vera í bænum bæði það kvöld og allan laugardaginn. Hátíðinni lauk með stórtónleikum í Listagilinu á laugardagskvöldið.