Fara í efni
Mannlíf

Áhrif vatnsmettunar jarðvegs og flóða á tré

„Það er kunnara en frá þurfi að segja að flóð vegna stórrigninga eða leysinga eru með algengari þáttum sem flokka má sem stórálag í náttúrunni. Þetta á ekki bara við á Íslandi heldur víða um heim.“

Þannig hefst nýjasti pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga. 

„Í hvert sinn sem við sjáum mórauða læki og ár bera mold til sjávar erum við að horfa upp á hvernig þræðirnir, sem hnýta saman vistkerfin, trosna lítið eitt. Við höfum fjallað um skóga og vatn í nokkrum pistlum og höldum okkur enn við þá þræði,“ segir Sigurður.

Meira hér: Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré