Fara í efni
Fréttir

Áfram verður mjög hlýtt í veðri á Akureyri

Gera má ráð fyrir að margir leggi leið sína í Sundlaug Akureyrar næstu daga. Ljósmynd: Skapti Hallgr…
Gera má ráð fyrir að margir leggi leið sína í Sundlaug Akureyrar næstu daga. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Akureyri skartaði sínu fegursta í gær, sólin skein frá morgni til kvölds og hitinn fór mest í 26 stig! Svo heitt mældist á þremur stöðum á landinu, í Hallormsstað og Ásbyrgi, auk Akureyrar.

Spáin fyrir næstu daga er mjög góð. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, sagði í gær að áfram yrði sérlega hlýtt og hann á jafnvel von á að hitinn nái 25 gráðum á Akureyri í dag. Býsna hvasst var um tíma í gær og verður líklega aftur í dag. „Sunnanáttin gefur mikið eftir undir helgi. Og þótt hlýtt verði klárlega enn í lofti aukast líkur á innlögn,“ eins og Einar orðaði það; innlögn segir hann sunnlensku yfir það sem Norðlendingar kalla gjarnan hafgolu!

Smellið hér til skoða spá Bliku fyrir Akureyri næstu daga.