Mannlíf
Af hverju hanga greinar hengibjarka?
28.01.2026 kl. 11:15
Í góðri bók stendur: „Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá“. Það verður þó að segjast eins og er að það á ekkert endilega vel við um margar þeirra trjátegunda sem vaxa á Íslandi. Í sumum tilfellum væri hægt að segja: „Af greinunum skulið þér þekkja þau“.
Þannig hefst nýjasti pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér „hvað kunni að hafa ýtt undir þá þróun að greinar á mörgum hengibjörkum hanga niður og gefa þeim þetta sérstæða útlit sem einkennir þær,“ segir hann og bætir við: „Fyrst skoðum við ættkvíslina aðeins og veltum fyrir okkur hvort og hvernig eiginleikar, eins og hangandi greinar, geta færst á milli skyldra tegunda.“
Pistill Sigurðar: Af hverju hanga greinar hengibjarka?