Að verða eitthvað þegar ég verð stór
Maður stóð varla fram úr hnefa þegar maður áttaði sig á því að maður yrði að verða eitthvað í þessu lífi, eigi síðar en þegar maður yrði stór. Þið kannist við þetta: „Jæja, hvað ætlar þú nú að verða þegar þú verður stór?“
Þannig hefst Orrablót dagsins, pistill Orra Páls Ormarssonar, blaðamanns Morgunblaðsins. Pistarl hans birtast annan hvern föstudag á akureyri.net.
Orri heldur áfram: Maður vill hafa svör á reiðum höndum og persónulega gerði ég ungur upp hug minn: Ég ætlaði að verða kúreki. Hafði séð Jón væna, Clint Eastwood og þessa gaura í sjónvarpinu og gerði mér strax grein fyrir því að þetta væri eitthvað fyrir mig, það er kúrekstur. Það var því mikill skellur þegar pabbi settist niður með mér einn daginn og sagði, alvarlegur í bragði: „Þú áttar þig á því, drengur minn, að þú kemur ekki til með að geta dregið fram lífið sem kúreki á Íslandi. Það er borin von.“
Orrablót dagsins: Gefjun skóp ekki annan Jótvarð Loðvík