Fara í efni
Menning

AC/DC rokkmessa á Græna í kvöld

AC/DC Rokkmessa. Ljósmyndari: @Rafnsson.is.

Back in Black, Thunderstruck og Highway to Hell munu óma þýðlega út úr dyrum Græna hattsins í kvöld ásamt fleiri rokksmellum hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar AC/DC.

Rokkmessa verður á Græna í kvöld og rúmlega 40 ára ferli sveitarinnar fagnað að hætti hússins. AC/DC á mest steldu rokkplötu allra tíma, Back In Black, en hátt í 200 milljón eintök hafa selst af þeirri plötu um allan heim. 

Tilefnið til að halda rokkmessu á þessum tímapunkti er að nú hefur hlaðvarpið Alltaf sama platan þar sem þáttarstjórnendurnir Smári Tarfur og Birkir Fjalar hafa fjallað um eina plötu sveitarinnar í hverjum þætti runnið sitt skeið. Því ber að fagna með rokkmessu, segir í tilkynningu rokkmessusveitarinnar.

Aðdáendur sveitarinnar fá að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell, Hells bells, Let there be rock og fleiri vinsæl lög sveitarinnar. Í Rokkmessusveitinni er valinn maður í hverju rúmi, þaulvanir og þéttir íslenskir rokkarar sem hafa gert garðinn frægan í ekki ómerkari sveitum en Ham, Dimmu, Dr. Spock, Vintage Caravan, 13 og Ensími. 

Rokkmessusveitin er þannig skipuð:

Söngur: Stebbi Jak
Söngur: Dagur Sig
Gítar/bakrödd: Óskar Logi Ágústsson
Gítar/bakrödd: Franz Gunnarsson
Bassi/bakrödd: Flosi Þorgeirsson
Trommur: Hallur Ingólfsson

Rokkmessan verður á Græna hattinum í kvöld. Messan sjálf hefst kl. 21, en húsið verður opnað kl. 20. Forsala miða er á midix.is, en einnig selt við innganginn ef ekki verður uppselt. Upplýsingar um viðburðinn má meðal annars finna á viðburði á Facebook.