Fara í efni
Fréttir

Áætlun „skólavagns“ SVA breytist mánudag

Áætlun aukavagns á leið 6 hjá Strætisvögnum Akureyrar (svokallaðs skólavagns) verður seinkað um 15 mínútur frá og með og morgundeginum, mánudeginum 1. september nk. Vagninn mun leggja af stað úr miðbæ kl. 07:55. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SVA.

„Er þetta gert vegna þess að MA seinkaði byrjun skóladags núna, eins og VMA var búin að gera eða til kl. 08:30. Vagninn á þá samkvæmt áætlun að vera við MA kl. 08:19 og við VMA kl. 08:20. Verið er að vinna í að útbúa nýja miða í biðstöðvar og uppfæra upplýsingar netinu og.f.l.“ segir í tilkynningunni.