Fara í efni
Menning

80 ár í dag frá stofnun lýðveldis á Þingvöllum

Skreyting sem sett var upp í stórverslun Kaupfélags Eyfirðinga við Hafnarstræti þann 17. júní 1944.

Í dag eru 80 ár síðan lýðveldið Ísland var stofnað á Lögbergi á Þingvöllum, 17. júní 1944 og þar kusu alþingismenn fyrsta forseta Íslands, Svein Björnsson ríkisstjóra.

Á hverjum fimmtudegi opnar Akureyri.net dyr einhvers safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Síðast var komið við á Minjasafninu, einmitt í tilefni af stofnun lýðveldisins, og fjallað um hátíðahöldin á Akureyri.

Þar sagði meðal annars:

Mannfjöldinn sem skundaði á Þingvöll var ekki heppinn með veður á þessum merku tímamótum í sögu lands og þjóðar. Á föstudagskvöld var komin „úrhellis útsunnanrigning“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu og mikið rigndi á Þingvöllum 17. júní.

Annað var upp á teningnum á Akureyri, þar sem vitaskuld voru einnig hátíðahöld. „Sólin skein í heiði og léttur sunnan andvari gældi við kinnar. Þetta var blíðasti dagur ársins, laugardagur, og götur bæjarins gljáfægðar, garðar snyrtilegir og víða stirndi á nýmáluð hús,“ segir Jón Hjaltason í Sögu Akureyrar.

Meira hér:

Mikið um dýrðir við lýðveldisstofnun