Fara í efni
Menning

50 manna Vináttukór í Akureyrarkirkju

Bandarískur kór, New Hampshire Friendship Chorus, heldur tónleika í Akureyrarkirkju í kvöld, þriðjudagskvöld. Þeir eru hluti af 18. alþjóðlegu tónleikaferð kórsins 

„50 kórfélagar munu flytja dagskrá með tónlist eftir Morten Lauridsen, Stephen Sondheim, Erik Esenvalds, Gershwin, Duke Ellington og amerísk þjóðlög og dægurlög. Á efnisskránni er einnig íslensk tónlist og er það táknrænt fyrir tengsl Íslands og Ameríku til og hvetur til vináttu og viðurkenningar í heimssamfélagi okkar,“ segir í tilkynningu frá kórnum.

Frá stofnun 1987 hefur Vináttukórinn komið fram um allan heim: í Kína; Nýja Sjálandi og Ástralíu; Rússlandi, Eistlandi og Lettlandi; Grikklandi og Tyrklandi; Ekvador, Perú og Bólivíu; Suður-Afríku; Tékklandi, Póllandi, Ungverjalandi og Austurríki; Suður-Kóreu og Víetnam; Brasilíu; Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu, Svartfjallalandi og Slóveníu; Marokkó; Armeníu og Georgíu; Kólumbíu; Kúbu; og Búlgaríu.

„Kórferðir eru ekki bara ferðalög, þær styrkja tengsl milli menningarheima. Það er hefð hjá meðlimum New Hampshire Friendship Chorus að kynna sér svæðið sem þau heimsækja og kynnast fólkinu sem býr þar. Kórinn hlakkar til að syngja fyrir íbúa og gesti Akureyrar og tengjast þeim vináttuböndum,“ segir í tilkynningunni.

Kórstjóri New Hampshire Friendship Chorus er dr. Daniel Perkins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í kvöld og eru allir velkomnir.