Fara í efni
Mannlíf

1613 – upphaf nútímans á Neðri-Brekkunni

Man gamla símanúmerið í Gilsbakkavegi. Það var 1613. Tölurnar eru greyptar í minni mitt. Það var fengið að láni frá fyrri eigendunum á neðri hæðinni, þeim Aðalsteini og Þórdísi, en karlinn sá arna var bæjarverkstjóri og varð að vera tengdur, og fékk í fyrstu númerið 613 þegar gamli bæjarsíminn kom til sögunnar.

Þannig hefst 94. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Svo fluttu þau hjónin, og afi og amma á efri hæðinni fengu númerið í sömu mund, og gátu því keypt sér síma. Það var vorið 1957 og gott ef það var ekki álitið vera upphaf nútímans á Neðri-Brekkunni. Í öllu falli man Jón frændi, sá mildi móðurbróðir, ekki betur en svo að heimili hans hafi allt í einu orðið að símstöð hverfisins. Því nágrannarnir fengu aðgang, eins og það var kallað. Og ef mikið lá að mátti hringja í þennan eina síma og sækja svarendur í næstu hús.

Pistill Sigmundar í dag: Númer