Fara í efni
Mannlíf

12 tíma maraþon í listhlaupi á skautum

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar hélt 12 tíma listhlaups maraþon í gær, í fjáröflunarskyni, frá klukkan 13.00 til klukkan eitt eftir miðnætti í nótt.

Alls tóku um 40 stúlkur og drengir þátt í maraþoninu, bæði Íslandsmeistarar félagsins,  Aldís Kara Bergsdóttir, Júlía Rós Viðarsdóttir og Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, og margar sem eru styttra komnar í listinni en lofa góðu. En augljóslega var líf og fjör í maraþoninu, að minnsta kosti þegar komð var fram undir miðnætti í gærkvöldi og útsendari Akureyri.net kom í heimsókn.