Fara í efni
Menning

Ýmislegt á Akureyri og Safnasafnið 30 ára

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt á hverjum mánudegi, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.

Tónleikar

  • Mahaut Ingiríður Matharel. Framhaldsprófstónleikar í klassískum söng. Hamrar í Hofi, föstudag 9. maí kl. 18.00. Enginn aðgangseyrir.
  • Kostuleg klassík. Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Bandaríkjunum. Ókeypis er á tónleikana en þeir sem vilja mæta þurfa að sækja sér miða á tix.is.

Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Bandaríkjunum sem kemur fram á ókeypis tónleikum í Hofi

Listasýningar:

  • Bland í Hofi. Lokaverkefni nemenda á listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Menningarhúsið Hof, 6.-11. maí.
  • ÁLFkonur í Lystigarðinum. Ljósmyndasýningin Mannlíf, við LYST kaffihúsið 6.-31. maí. ÁLFkonur er félagsskapur kvenna með ljósmyndun að áhugamáli og hefur starfað saman sem hópur frá árinu 2010.
  • Safnasafnið opnað. Safnasafnið á Svalbarðseyri verður opnað laugardaginn 10. maí kl. 14:00 með fjölbreyttum sýningum og gjörningi. Safnasafnið er 30 ára á þessu ári.

Leiksýningar

  • Rocky Horror. Nemendafélag Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hof 9. og 10. maí kl. 20:00. Verð frá 4.900 kr.

Aðrir viðburðir

  • Fiðringur á Norðurlandi. Hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk í anda Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Miðvikudag 7. maí kl. 20.00 í Hofi. Aðgangseyrir kr. 1.500.
  • Sögustund á Amtsbókasafninu. Fimmtudag 8. maí kl. 16:30-18:00. Bókin Obbuló í Kósímó, vinirnir verður lesin á bak við hús. 
  • Salsakvöld og ókeypis prufutími. Vamos við Ráðhústorg, fimmtudag 8. maí kl. 20:00-22:00.
  • Fornbílar við Hof. Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sýnir glæsilega, gamla bíla við Hof. Miðvikudag 7. maí kl. 20:00-21:30.

Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.