Fara í efni
Menning

Vinnustofusýning Haraldar í Deiglunni

Portett, 2021, úr samnefndri seríu.

Haraldur Ingi Haraldsson opnar sýningu á nýjum verkum í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn, 9. apríl kl. 14. Verkin eru flest unnin á plastdúk með akrílitum og klipptækni.

Í tilkynningu segir að á meðan á sýningunni stendur kemur út eitt stutt video á dag þar sem Haraldur segir frá verkunum á sýningunni og spilar á heimasmíðaða þriggja strengja CB gítara. Þau er birt á Facebook síðunni DEIGLAN 22 SÝNING. „Með því að smella læki á síðuna þá er viðkomandi með alla leið.“

Sýningin er opin eins og vinnustofa, á meðan listamaðurinn er á staðnum. Um helgar frá um það bil 10 til 21 en aðra daga frá 16 til 21. Í vídeóunum er alltaf sagt frá opnunartíma sama dag og þau koma út og daginn eftir.

Haraldur Ingi hefur haldi hátt á fjórða tug einkasýninga. „Hann er menntaður í myndlist frá Myndlista og handíðaskóla Íslands og frá AKI Akadeimie voor Beeldende Kunst í Enchede, Hollandi og frá De Frie Acadeimie Pshykopolis í Den Haag, Hollandi. Haraldur Ingi hefur starfað innan myndlistarfagsins stóran hluta starfsferils síns. Hann var fyrsti forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri og starfar nú sem verkefnastjóri við safnið.“