Fara í efni
Menning

Vínartónleikar Kvennakórsins Emblu

Kvennakórinn Embla heldur Nýárs- og Vínartónleika í Hömrum í Hofi sunnudaginn 7. janúar.

Einsöngvari er sópransöngkonan Margrét Árnadóttir og Salonhljómsveit Akureyrar leikur undir stjórn Roars Kvam.

Á dagskrá tónleikanna er glaðleg og sígild Vínar- og óperettutónlist, að því er segir í tilkynningu; sveiflandi Vínarvalsar, polkar og aríur úr t.d. Kátu ekkjunni og Leðurblökunni. Einnig verða flutt verk eins og Vínarblóð, Dóná svo blá, Radetsky marsinn, Keisaravalsinn, Ballsírenurnar og fleiri fjörug verk.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00. Miðasala er á www.mak.is og við innganginn.