Fara í efni
Menning

„Villidýr fá að leika lausum hala“ í Hofi

„Villidýr fá að leika lausum hala“ í Hofi

Þær eru fjölbreytilegar liststefnurnar sem koma fram undir regnhlíf listsjóðsins VERÐANDI, listviðburðaröð ungs fólks í Hofi í sumar.

Næst á dagskránni er Ljónagryfjan, þar sem Drengurinnfengurinn, Madonna + Child og Atli Viðar Engilbertsson standa að, eins og segir í kynningu „trylltum tónleikum þar sem villidýr fá að leika lausum hala.“

Ljónagryfjan er í Hofi fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 20.00. Miðar fást að vanda á mak.is

Ljónagryfjan er hluti af Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs.