Fara í efni
Menning

Verk Margeirs verður endurgert í sumar

Listaverk Margeirs Sigurðarsonar - Dire - í Listagilinu sem verður endurgert í sumar.
Listaverk Margeirs Sigurðarsonar - Dire - í Listagilinu sem verður endurgert í sumar.

Ákveðið hefur verið að endurgera listaverk Margeirs Dire Sigurðarsonar heitins á austurgafli veitingastaðarins Rub við Kaupvangsstræti. Margeir gerði verkið á Akureyrarvöku fyrir sjö árum og ráðist verður í endurgerð þess á Akureyrarvöku í lok ágúst á þessu ári.

Akureyri.net vakti athygli á verkinu í kjölfar skrifa Loga Einarssonar á Facebook í byrjun mars og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, sagði þá að vel væri til fundið að vernda verkið. Við ítarlega skoðun kom í ljós að það er verr farið en talið var í fyrstu svo það verður í raun endurgert en ekki lagfært.

KEA er eigandi hússins Kaupvangsstrætis 6 en verkið prýðir gafl þess. KEA hefur ákveðið að leggja 100.000 krónur í verkefnið, Slippfélagið mun gefa efni og Akureyrarstofa leggja til allt að 200.000 krónur. Fjölskylda, vinir og velunnarar Margeirs munu svo koma að endurgerð listaverksins á Akureyrarvöku.

Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net frá því í mars um Margeir og verkið.