Fara í efni
Menning

Útgáfutónleikar Kjass á Græna Hattinum

Útgáfutónleikar Kjass á Græna Hattinum

Tónlistarkonan Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir gaf á dögunum út plötuna Bleed’n Blend. Þetta er önnur sólóplata Fanneyjar, sem syngur og semur undir listamannsnafninu Kjass, og tilgang plötunnar segir hún að gefa fólki kraft og von til að halda áfram með lífið eftir erfiðleika. Kjass heldur útgáfutónleika á Græna Hattinum í kvöld, fimmtudag 25. ágúst, og hefjast þeir klukkan 21:00.

Miðasala er hér á vef Græna Hattsins.