Fara í efni
Menning

Uppselt á Gloria - aðrir tónleikar hugsanlegir

Uppselt á Gloria - aðrir tónleikar hugsanlegir

Uppselt er á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Hymnodiu á Skírdag í Hofi, þar sem m.a. verður flutt við kraftmikla verk, Gloria, eftir Antonio Vivaldi. Ekki er loku fyrir það skotið að öðrum tónleikum verði bætt við.

„Ég er ekki hissa á að uppselt sé á tónleikana, SN og Hymnodia hafa sannað fyrir löngu að þau eru góð hátíðleg blanda. Ekki ólíkt malti og appelsíni!“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, léttur við Akureyri.net. „Ég vil benda á að ef nógu margir senda póst á midasala@mak.is og skrá sig á biðlista munum við bæta við aukatónleikum.“

Á efnisskánni er, auk Gloria, konsert í C fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Vivaldi og Credo í F eftir Antonio Lotti.

Einsöngvarar verða Hildigunnur Einarsdóttir og Helena Guðlaug Bjarnadóttir, einleikarar á trompet Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Jóhann Stefánsson. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.