Fara í efni
Menning

Tónleikar í kvöld til styrktar Grófinni

Hvanndalsbræður á tónleikum í Hofi fyrir skemmstu. Þeir eru í hópi listamanna sem stíga á svið á Verkstæðinu í kvöld. Ljósmynd: Daníel Starrason
Styrktartónleikar fyrir Grófina - Geðrækt verða haldnir í kvöld á Verkstæðinu, neðst við Strandgötu. Á þriðjudaginn, Alþjóða geðheilbrigðisdaginn, var 10 ára afmæli Grófarinnar fagnað og tónleikarnir eru haldnir af því tilefni.
 
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og húsið verður opnað klukkustund fyrr. Miðaverð er 4.000 krónur „en að sjálfsögðu má styrkja Grófina og borga meira,“ segir í tilkynningu.

Þessir listamenn koma fram í kvöld:
 
  • Bryndís Ásmunds
  • Daníel Andri
  • Helgi og hljóðfæraleikararnir
  • Hvanndalsbræður
  • Hælsæri
  • Magni Ásgeirs
  • Miomantis
  • Tonnatak
  • Vandræðaskáld
Í tilkynningu frá Grófinni segir ennfremur: Ef einhverjir sjá sér ekki fært að mæta en vilja gjarnan styrkja Grófina um einn miða eða svo í afmælisgjöf þá er hægt að gera það beint:
 
  • Kennitala: 430316-0280
  • Reikningur: 0565-14-405078