Fara í efni
Menning

Þóra og Heimir sýna, Jöklablámi og kvennakór

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.

Tónleikar

  • Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 20.00. Aðgangseyrir er 3.000 krónur. 
  • Framhaldsprófstónleikar Hafdísar Ingu Kristjánsdóttur í rytmískum söng frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Sunnudaginn 18. maí kl. 17:00 í Hömrum, Hofi. Frítt inn.

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur ásamt stjórnandanum, Gísla Magna.

Listasýningar:

  • TÍMI - RÝMI - EFNI Sýning Þóru Sigurðardóttur í Listasafninu á Akureyri verður opnuð laugardag 17. maí kl. 15.00-17.00. 
  • SAMLÍFI Sýning Heimis Hlöðverssonar í Listasafninu á Akureyri verður opnuð laugardag 17. maí kl. 15.00-17.00. 
  • Jöklablámi í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýningin verður opnuð laugardaginn, 17. maí, kl. 14:00. Margmiðlunarsýning, tileinkuð fyrsta alþjóðaári jökla. 

Þóra Sigurðardóttir og Heimir Hlöðversson opna sýningar í Listasafninu á Akureyri næsta laugardag.

Aðrir viðburðir

  • Að hvíla í friði Útfarar- og greftrunarsiðir í samtímanum. Amtsbókasafnið, í dag þriðjudag 13. maí kl. 17:00-18:00. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur hefur rannsakað breytingar á greftrunarsiðum Íslendinga og segir frá niðurstöðum.
  • Ooog aksjón! Vorsýning Steps Dancecenter, menningarhúsinu Hofi sunnudag 18. maí kl. 12:00 og 14:00.

 


Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.