Menning
Tálgun, Hvanndals, Ritfangar og ELSKA ÞIG
16.09.2025 kl. 10:00

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Tónleikar
- Fjörleikahús Hvanndalsbræðra - Hamraborg í Hofi, laugardaginn 20. september kl. 21.00. Hvanndalsbræður, Sveppi og Pétur Jóhann í tónlist og tómri tjöru.
- Á móti sól á Græna hattinum. Laugardagskvöldið 20. sept kl. 20.00.
Viðburðir
- Tálgað í greinar - örnámskeið með Ólafi Sveins – Haldið hjá menningarhúsinu Flóru í Sigurhæðum, fimmtudaginn 18.sept kl. 17-19. Skráning nauðsynleg á flora.akureyri@gmail.com
- Ritfangar hefjast aftur á Amtsbókasafninu – annan hvern þriðjudag verða opnir fundir frá 17.00-18.30 fyrir þá sem hafa áhuga á skapandi skrifum. Sesselía Ólafsdóttir heldur utan um hópinn. Fyrsti hittingur þriðjudaginn 16. september.
Á fimmtudögum í vetur verða smiðjur í Sigurhæðum hjá Flóru menningarhúsi. Næst er það Ólafur Sveinsson sem verður með tálgunarsmiðju. Myndir: Facebook síða Flóru menningarhúss í Sigurhæðum
Listasýningar
- Hlynur Hallsson og Númi Kristínarson sýna í Mjólkurbúðinni – Sýning nýrra verka Hlyns ber heitið ELSKA ÞIG / LIEBE DICH / LOVE YOU. Sýning Núma heitir KILLING YOURSELF TO LIVE og þar gefur að líta málverk sem unnin eru nýlega. Sýningin stendur til 21. september.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 8. febrúar 2026.
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 22. febrúar 2026.
- Margskonar 2 - Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Listasafnið. Sýningin stendur til 8. feb 2026.
- KIMAREK, sýning Margrétar Jónsdóttur á Listasafninu á Akureyri – Sýningin stendur til 28.september.
- Myndlistasýning Ólafs Sveinssonar á Amtsbókasafninu.
- Safnasafnið – Fjöldi sýninga.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.