Fara í efni
Menning

„Sýningin mun bjóða þér að vera með“

„Sýningin mun bjóða þér að vera með“

Fyrsta sýning ársins, Nánd / Embrace, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn.

„Á sýningunni er athyglinni beint að innri rökfærslum listmálunar sem eru staðsettar, skuldbundnar og innbyggðar. Á sýningunni fellur allt saman í þeim tilgangi að skapa og miðla stöðum og aðstæðum fyrir málverk til að vera og verða – að anda inn og anda út, með áhorfandanum og staðnum. Markmiðið er að yfirgefa hugmyndina um fjarlægt hlutleysi og færa sig nær þátttökureynslu – hinni krefjandi en ánægjulegu leið frá aðskilnaði til nándar, frá fjarveru til þátttöku,“ segir í tilkynningu frá safninu.

„Sýningin mun bjóða þér að vera með,“ segir sýningarstjórinn Mika Hannula. „Breytum sjónarhorninu og látum koma okkur á óvart. Einbeitum okkur að því sem er einstakt, sem hvetur okkur til að njóta tilrauna sem færa okkur á áður óþekkta staði. Nánd / Embrace hvílir í ánægjunni við að skapa og miðla stöðum og aðstæðum til að vera með málverkum.“

Þátttakendur eru: Birgir Snæbjörn Birgisson, Emil Holmer, Heidi Lampenius, Onya McCausland, Miikka Vaskola, Þórdís Erla Zoëga.

Sýningarstjóri: Mika Hannula. Safnið er opið frá klukkan 12.00 til 17.00 á laugardaginn.

Birgir Snæbjörn Birgisson, Frumburðurinn / Firstborn, 2021.